BST útgáfa 270 af Polestar 2


Fyrirbyggjandi. Aðlögunarhæfur. Meðvitaður. Og fylgir nú þegar. Pilot pakkinn eykur enn frekar öryggiseiginleika Polestar 2 BST edition með Pilot Assist, Pixla LED-aðalljósum, 360º myndavél og fleira.

Fyrirbyggjandi. Aðlögunarhæfur. Meðvitaður. Og fylgir nú þegar. Pilot pakkinn eykur enn frekar öryggiseiginleika Polestar 2 BST edition með Pilot Assist, Pixla LED-aðalljósum, 360º myndavél og fleira.

Þetta úrval af öryggiskerfum gefur Polestar 2 enn meiri skynjunargetu. Varað er við bílum sem liggja í leyni á blindblettum, komandi umferð á meðan bakkað er og hugsanlegum árekstrum aftan frá. Þegar nauðsyn krefur mun Polestar 2 grípa inn í með stýrisaðstoð eða hemlastuðningi.

Skildu aðalljósin eftir á háu ljósi. Snjöll Pixla LED-tæknin lagar sig að birtu og veðri fyrir hámarks skyggni en skyggir jafnframt frá umferð á móti til að koma í veg fyrir að aðrir vegfarendur blindist.

Adaptive Cruise Control gerir Polestar 2 kleift að stilla hraðann sjálfkrafa að umferðarhraða. Snertu inngjöfina eða hemlafetilinn hvenær sem er til að taka aftur stjórnina.

Pilot Assist er til viðbótar við Adaptive Cruise Control, sem styður ökumann við að halda Polestar 2 í miðju á akreininni. Það fylgist með staðsetningu bílsins og gerir lítilsháttar stýrisaðlaganir þegar þess er krafist, í samræmi við nálægð við akreinamerkingar.

Fáðu allar nýjustu fréttirnar um Polestar

Gerast áskrifandi
Polestar © 2024 Öll réttindi áskilin
LagalegtSiðareglurPersónuverndVafrakökurAðgengisyfirlýsing