Hoppa í aðalefnið
Polestar 2
Frekari upplýsingar

Upplýsingar og afþreying

Google innbyggt

Hið innbyggða Android Automotive OS í Polestar 2 var það fyrsta í heiminum. Í dag tryggja reglulegar hugbúnaðaruppfærslur alltaf bestu mögulegu stafrænu upplifun í bílnum, meðan aðgangur að nýjustu bílaöppunum þýðir að upplifunin er áfram í fremstu röð.

Center display with map view.
Center display with voice recognition.

Raddstýring

Bíll sem heyrir raunverulega í þér. Polestar 2 kemur með Google¹ innbyggðu sem innifelur raddgreiningarmöguleika Google hjálparans (Google Assistant). Með því getur ökumaðurinn stjórnað tónlist, loftgæðastillingum og öðrum aðgerðum meðan hann er með augun á veginum og hendurnar á stýrinu. Segðu bara „Ok Google“ til að hefjast handa.

Google Home device.

Google Home samþætting

Kveiktu á stofuljósunum frá ökumannssætinu. Virkjaðu loftgæðastýringar bílsins úr borðstofunni. Ökumaðurinn getur með fjarvirkni stjórnað ökutækisaðgerðum og snjallheimilistækjum hvaðan sem er með því að nota raddskipanir, allt innan Google¹  Home vistkerfisins.

Tengjanleiki

Polestar 2 kemur með öruggum internetaðgangi til að vafra á netinu, nota í öppum bílsins, streyma tónlist og hlaðvörpum, fá rauntíma umferðarupplýsingar og hlaða niður nýjustu hugbúnaðaruppfærslunum. Vegna þess að gagnamagn er innifalið í þrjú ár, veitir Polestar 2 bestu mögulega virkni án þess að fara út fyrir pakka bílsins.

Display with software updates promt.

Uppfærslur yfir netið

Stenst að fullu kröfur framtíðarinnar. Polestar 2 fær reglulega uppfærslur yfir netið fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfi sitt, öpp og kerfi bílsins. Bíllin tilkynnir ökumanninum sjálfkrafa þegar nýi hugbúnaðurinn er tilbúinn til uppsetningar, til að hann verði áfram í fremstu röð eins og þegar hann kom fyrst á markað.

Hljóðvalkostir

Dæmalaus hljóðgæði Polestar 2 koma með hágæða hljóðkerfi sem skilar ríkulegu, blæbrigðaríku hljóði um allt farþegarýmið. Valkvæða Harman Kardon Premium Sound kerfið fer með umlykjandi hljóð í bíl á alveg nýtt stig.

Harman Kardon close up of logo and sound system.

Uppfærsla hljóðkerfis

Harman Kardon Premium Sound

Harman Kardon Premium Sound, sérstaklega hannað fyrir Polestar 2, skilar 600 vöttum af hágæðahljóði í gegnum 13 vel staðsetta hátalara. Með háþróuðum stillingarhugbúnaði til að fjarlægja hljóðgalla, myndar kerfið kraftmikið, umlykjandi hljóð, burtséð frá því hvar hlustandinn er staðsettur.

Fáanlegt sem uppfærsla.

Harman Kardon sound system placements.

Uppfærsla hljóðkerfis

Nákvæm stilling

Harman Kardon Premium Sound skapar rétta hljóðumhverfið burtséð frá því hvers konar tónlist er spiluð. Innbyggður Dirac Unison™ hugbúnaður gerir mögulega nákvæmari stillingu, sem tryggir tóngæði fyrir allar tegundir tónlistar.

Harman Kardon subwoofer placement.

Uppfærsla hljóðkerfis

Bassahátalari með einkaleyfi

Hlustað á hávaðasama tónlist án þess að trufla aðra. Harman Kardon Premium Sound inniheldur loftkældan bassahátalara uppsettan undir framrúðunni. Þessi einkaleyfisverndaða hönnun gerir meiri loftpúlsun mögulega fyrir hátalarann, sem gerir mjög lága bassatóna mögulega meðan hávaði utan bílsins er takmarkaður.

Close up of of audio system.

Staðlað hljóðkerfi

High performance audio

Hlustað með miklum tóngæðum. Staðlað hljóðkerfi Polestar 2 dælir út 250 vöttum af orku í gegnum 8 hátalara, og fyllir farþegarýmið með djúpum, ríkulegum og hreinum hljómi. 

Sound system placements.

Staðlað hljóðkerfi

Yfirburða heildartónsvið

Sérhönnuð bassadrifrás kerfisins, hátíðnihátalarar og opinn bassahátalari uppsettur að framan bæta nákvæmni hljóðs og draga á sama tíma úr heildarbjögun. Útkoman er meiri nákvæmni en áður og bassahljóð sem er kraftmikið og hreint. 

Miðjuskjár

Allur Polestar 2 hugbúnaður keyrir á Android™ Automotive OS, sem samþættir upplýsinga- og afþreyingarkerfið við tæknileg kerfi bílsins. Hægt er að stýra margskonar afkasta- og öryggisaðgerðum beint frá miðjuskjánum, með því að nota hreint, einfalt og mínímalískt viðmót.

Heimaskjár með aðgerðum fyrir leiðarlýsingu, miðla og símtöl.

Ökumannsskjár

Haltu athyglinni. 12,3" stafræni ökumannsskjár Polestar 2 er með tvær foruppsettar stillingar, sem sýna aðeins nauðsynlegustu upplýsingarnar. Í rólegri stillingu sýnir hann hraða bílsins og rafhlöðustöðu, á meðan leiðsögustilling leggur áherslu á skipulagningu leiðar og umferðaruppfærslur.

Leiðsögustilling birtir núverandi leiðakort og leiðarlýsingu.

Ökumannsprófílar

Polestar 2 getur geymt kjörstillingar fyrir allt að sex ökumenn. Þegar heimilaður lykill greinist hleður hugbúnaður bílsins samsvarandi prófíl og stillir sætisstöðu, spegla, viðkomu stýris og stillingu fyrir eins fetils akstur. Hann sækir einnig uppáhaldshöppin og spilunarlistana. 

Öpp í bíl

Upplýsinga- og afþreyingarkerfið keyrir mörg vinsæl öpp hámörkuð fyrir upplifun í bíl. Sum hafa verið endurhönnuð til að virka með kerfum bílsins fyrir jafnvel enn betri akstursupplifun. Hægt er að hlaða niður uppfærslum og nýjum öppum í Google Play¹, með því að nota miðjuskjáinn.

App icon Spotify

Spotify

App icon YouTube

YouTube

App icon Tidal

Tidal

App icon TuneIn Radio

TuneIn Radio

App icon Waze

Waze

App icon Google Maps

Google Maps

App icon Google Chrome BETA

Google Chrome BETA

app icon prime video

Prime Video

Phone placed on the wireless inductive charger.

Þráðlaus hleðsla

Hladdu án þess að stinga í samband. Stjórnborðið milli framsætanna inniheldur þráðlaust spanhleðslutæki samhæft við alla Qi-virkjaða snjallsíma.  

Apple CarPlay

Þráðlausa Apple CarPlay gerir kleift að tengja samhæfan iPhone í gegnum USB-C miðlatengi Polestar 2 og stjórna honum í gegnum miðjuskjá bílsins eða með raddskipunum. Hlustaðu á tónlist, hringdu símtöl, fáðu akstursleiðbeiningar eða notaðu Siri, allt meðan einbeitingunni er haldið á veginum.

Centre display with apps.
Phone displaying Polestar 2 app functions.

Polestar app

Tengdu við bílinn. Hægt er að nota Polestar 2 appið til að virkja loftgæðastýringarkerfið, breyta loftlagstímastillingum, athuga rafhlöðustöðu eða læsa og aflæsa hurðum. Þegar vélbúnaður fyrir Digital key er uppsettur skynjar Polestar 2 appið á heimiluðum snjallsíma og hleður sjálfkrafa stillingum ökumanns fyrir sæti, stýrisskynjun og eins fetils akstur. Það getur einnig ræst bílinn.

Meira í Polestar appinu

Meira um Polestar 2

  1. Google, Google Play, Google Maps og YouTube Music eru vörumerki Google LLC. Google Assistant og sumir tengdir eiginleikar er ekki fáanlegt fyrir öll tungumál eða lönd. Sjá g.co/assistant/carlanguages varðandi fáanlegar uppfærslur fyrir tungumál og lönd. Ekki eru allar þjónustur, eiginleikar, forrit eða áskilin samhæf tæki fáanleg fyrir öll tungumál eða lönd, og geta verið mismunandi eftir gerð bifreiðar. Frekari upplýsingar má finna á hjálparsíðunni (Help Center) og á vefsíðum Google Assistant, Google Maps, Google Play eða framleiðandans.
  • Myndefni er einungis til skýringar.

Fáðu allar nýjustu fréttirnar um Polestar

Gerast áskrifandi
Polestar © 2024 Öll réttindi áskilin
LagalegtSiðareglurPersónuverndVafrakökurAðgengisyfirlýsing