Hoppa í aðalefnið
Polestar 2
Frekari upplýsingar

Að eiga Polestar 3

Þjónusta og viðhald

Öll sú tæknilega sérþekking sem Polestar þarf er alltaf nálæg vegna samvinnu okkar við Volvo Cars. Í Evrópu eru hundruðir þjónustustaða (service points) reiðubúnir að aðstoða ökumenn við viðhald, viðgerðir og hugbúnaðaruppfærslur.

Finna nálægan þjónustustað (service point)
Back of Polestar 3, standing on a road in a desert looking environment.

Minni þörf á þjónustu

Dæmigerð aflrás bensín- eða dísilbíls inniheldur yfir 2.000 hluti sem hreyfast, meðan rafdrifna aflrás Polestar 3 er með um 50. Af því leiðir að minni þörf er á þjónustu þar sem, í rauninni, eru dekk, rúðuþurrkublöð og loftsía farþegarýmis einu hlutirnir sem þarf að athuga reglulega.

Close up on Polestar 3, in the background brown hills

Ókeypis í þrjú ár

Hver Polestar 3 kemur með ókeypis, tímasettu viðhaldi fyrstu þrjú árin eftir afhendingu, eða að 50.000 kílómetrum, hvort sem á undan kemur. Polestar þjónusta innifelur þrif og að sækja og afhenda á tíma sem hentar ökumanninum. 

Meira um viðhald

Ábyrgð

Polestar bílar eru framleiddir samkvæmt sömu kröfuhörðu viðmiðunum og hönnun þeirra byggir á. Útkoman er óviðjafnanleg framleiðslugæði og ábyrgð sem nær yfir hið óvænta og ófyrirséða.

2 year vehicle warranty

Ökutækisábyrgð

Ef einhver hluti bílsins bilar vegna framleiðslugalla verður gert við hann án endurgjalds á viðurkenndum Polestar þjónustustað (service point). Þessi ábyrgð nær yfir fyrstu 2 árin eftir afhendingu, burtséð frá breytingum á eignarhaldi.

Nýir Polestar bílar sem keyptir eru af Brimborg njóta að auki 3ja ára framlengdrar verksmiðjuábyrgðar eða samtals 5 ár eða að 100.000 km skv nánari skilmálum

 

Black 8 on yellow background.

Rafhlöðuábyrgð

Allir gallar í virkni rafhlöðu, efni eða vinnu verða lagfærðir án endurgjalds innan 8 ára eða 160.000 kílómetra, hvort sem kemur á undan. Ef ástand rafhlöðunnar (SoH) fellur niður fyrir 70% af upphaflegri rýmd innan fyrstu 8 ára af eignarhaldi þá verður skipt um rafhlöðuna án endurgjalds.

Black 12 on grey background.

Ryðvarnarábyrgð

Ef einhversstaðar er gat á yfirbyggingunni vegnar tæringar verður gert við eða skipt út þeim þiljum sem þetta hefur áhrif á án endurgjalds af viðurkenndum Polestar þjónustustað (service point). Ryðvarnarábyrgðin nær yfir fyrstu 12 árin eftir afhendingu burtséð frá breytingum á eignarhaldi. Ábyrgðin er veitt á alþjóðlegum grunni en landsbundin afbrigði gætu verið til staðar.

Close up on the roadside assistance and rearview mirror.

Polestar aðstoð

Allir nýir Polestar 3 koma með þriggja ára ókeypis vegaaðstoð. Með því að ýta á tengja-hnappinn á toppstjórnborðinu fæst viðurkennd þjónusta alla daga allan sólarhringinn, þ.m.t. við endurheimt bifreiðar, útvegun annars flutningsmáta eða næturdvalarstaðar ef þarf.

Meira um Polestar aðstoð
Center display showing a Polestar update

Uppfærslur yfir netið

Aukin hagkvæmni hraðastillingar. Aukið umlykjandi hljóð. Fínstilling aflrásar og hámörkun drægni. Þetta eru nokkrar af endurbótunum sem eru innifaldar í nýjustu uppfærslum yfir netið fyrir Polestar 3. Með því að hlaða niður og setja upp nýjustu útgáfuna er tryggt að kerfi og eiginleikar bílsins standist kröfur framtíðarinnar, jafnvel án þess að heimsækja þurfi þjónustustað (service point). 

Gagnameðhöndlun og persónuvernd

Ákveðnir eiginleikar í Polestar 3 geta krafist ökutækis-, staðsetningar- og annarra persónuupplýsinga til að geyma kjörstillingar og bæta akstursupplifunina. Finna má allar upplýsingar um hvernig gögn eru notuð og þeim deilt á lagalegum síðum Polestar.

Meira um persónuvernd
close up of the center display and profile settings

Persónulegar upplýsingar

Nánari upplýsingar eins og nafn, heimilisfang og símanúmer, eru geymdar þegar Polestar ID reikningur er stofnaður. Polestar ID veitir aðgang að úrvali af þjónustu og gerir bílnum kleift að muna persónulegar stillingar. Með því getur ökumaðurinn einnig stjórnað Polestar 3 með Polestar appinu.

Center display showing the interface

Google öpp og þjónusta

Polestar 3 kemur með innbyggðu Google¹ sem gerir kleift að nota Google öpp og þjónustu í bílnum. Ökumaðurinn getur breytt stillingum fyrir deilingu og persónuvernd hvenær sem er.

Meira í þjónustuskilmálum Google
Graphic image showing the vehical location.

Ökutækis- og staðsetningargögn

Gögn sem innihalda verksmiðjunúmer ökutækis (VIN), staðsetningu ökutækis og tímastimpla eru tímabundið geymd og framkvæmd úrvinnsla á þeim vegna virkra öryggiseiginleika, öryggistengdrar þjónustu og notkunar SOS- eða tengja-hnappsins.

Phone screen with Polestar app interface

Polestar app

Polestar 3 mun þekkja heimilaðan ökumann með því að greina Polestar appið á snjallsíma hans. Það er nóg að snerta hurðarhandfangið til að hlaða kjörstillingum fyrir sæti, stýrissvörun og eins fetils aksturs. Einnig er hægt að nota appið til að virkja loftgæðastýringu, breyta loftlagstímastillingum, athuga rafhlöðustöðu eða læsa og aflæsa bílnum með því að nota Digital key aðgerðina.

Meira í Polestar appinu
close-up of a speaker of Polestar 3

Uppfærsla

Uppgötvaðu eiginleikana

Algengum spurningum um akstur rafbíla svarað

Frekari upplýsingar

Kannaðu kosti fyrir flota og fyrirtæki

Frekari upplýsingar

Viðhald, þjónusta og ábyrgð

Frekari upplýsingar
  1. Google, Google Play, Google Maps og YouTube Music eru vörumerki Google LLC. Google Assistant og sumir tengdir eiginleikar er ekki fáanlegt fyrir öll tungumál eða lönd. Sjá g.co/assistant/carlanguages varðandi fáanlegar uppfærslur fyrir tungumál og lönd. Ekki eru allar þjónustur, eiginleikar, forrit eða áskilin samhæf tæki fáanleg fyrir öll tungumál eða lönd, og geta verið mismunandi eftir gerð bifreiðar. Frekari upplýsingar má finna á hjálparsíðunni (Help Center) og á vefsíðum Google Assistant, Google Maps, Google Play eða framleiðandans.

    Fáðu allar nýjustu fréttirnar um Polestar

    Gerast áskrifandi
    Polestar © 2024 Öll réttindi áskilin
    LagalegtSiðareglurPersónuverndVafrakökurAðgengisyfirlýsing